07.04.1962
Neðri deild: 86. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2206 í B-deild Alþingistíðinda. (1860)

199. mál, innflutningur búfjár

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Hæstv. forseti. Ég sé nú ekki ástæðu til Þess á laugardagsfundi að flytja langa framsöguræðu með Þessu frv. Frv. þetta er samið af Ólafi Stefánssyni ráðunaut, Pétri Gunnarssyni tilraunastjóra og Páli A. Pálssyni yfirdýralækni. Með frv. fylgja þrjár grg.: Í fyrsta lagi sameiginleg grg. Þeirra, sem fluttu frv. Í öðru lagi fyrirvari yfirdýralæknis við frv. Og í þriðja lagi svör Ólafs Stefánssonar og Péturs Gunnarssonar við fyrirvara yfirdýralæknis. Með því að lesa þessar grg. geta hv. þm. kynnzt málinu bezt og markað sína afstöðu til þess.

Það er augljóst, í hvaða skyni Þetta frv. er flutt. Það er til þess að stofna nýja búgrein í landbúnaðinum með það fyrir augum að auka tekjur bænda.

Ég legg til, að frv. verði vísað til 2. umr, og hv. landbn.