14.04.1962
Neðri deild: 93. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2209 í B-deild Alþingistíðinda. (1865)

199. mál, innflutningur búfjár

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að flytja skriflegar brtt. við 11. og 13. gr. frv. í tveim liðum. Fyrri brtt. er á þá leið, að orðin „að Bessastöðum á Álftanesi“ í gr. og síðasti málsl. gr. falli burt. 2, brtt. er um það, að upphaf 13. gr. orðist svo: „Landbrh. skal láta setja á stofn og starfrækja sóttvarnarstöð á stað, sem yfirdýralæknir mælir með.“ Ég tel ekki ástæðu til að skýra þessar brtt.