04.04.1962
Neðri deild: 83. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2215 í B-deild Alþingistíðinda. (1895)

217. mál, innflutnings- og gjaldeyrismál o.fl.

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Fjmrh. ræddi þetta mál við Odd Ólafsson lækni og fékk þær upplýsingar hjá honum, að vegna þess, hversu ríflegt hefði verið undanfarið ár og undanfarin ár með úthlutun á bílum til fatlaðra og lamaðra, væri ástæða til þess að ætla, að það væri síður þörf á því nú en áður að hafa þessa tölu hærri. Og það er þess vegna, sem frv. er í því formi, sem það er, að Oddur Ólafsson læknir, sem er hnútum kunnugastur hvað þessi mál snertir, telur líklegt, að þessi tala muni nægja á yfirstandandi ári.