17.04.1962
Efri deild: 94. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2217 í B-deild Alþingistíðinda. (1906)

217. mál, innflutnings- og gjaldeyrismál o.fl.

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ef þetta frv. nær fram að ganga, mun ríkisstj. nota þá heimild, sem í því felst, til þess að undanþiggja bifreiðar frá vöruskiptalöndum, sem lamaðir og fatlaðir flytja inn, 40 þús. kr. innflutningsgjöldum, og eingöngu bifreiðar frá vöruskiptalöndum. Á þeirri framkvæmd er engin breyting fyrirhuguð. Að því er það snertir, að þessi tala. 150 bifreiðar á ári, sé ekki nægilega há. er það að segja, að frá upphafi hefur sérstök nefnd, trúnaðarnefnd þriggja lækna. úrskurðað, hvaða menn teljist lamaðir og fatlaðir í beim skilningi, að þeir eigi að geta notið þeirrar undanþágu, sem hér er um að ræða. Með hliðsjón af því, að slík undanþága hefur verið í gildi í allmörg ár. 50 bifreiðar á ári frá árinu 1954 til 1959 að því ári meðtöldu og 150 bifreiðar á árinu 1960 og 264 á árinu 1961, með hliðsjón af þessum staðreyndum telur læknanefndin, að heimild til þess að lækka gjöld af 150 bifreiðum á ári nægi alveg til þess að sinna þörfum þeirra sjúklinga, sem teljast geta haft raunverulega þörf á því að nota bifreið og eiga því rétt á þeirri ívilnun, sem í þessari lagasetningu felst.