16.04.1962
Neðri deild: 94. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2365 í B-deild Alþingistíðinda. (1963)

139. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm, meiri hl. (Birgir Kjaran):

Hæstv. forseti. Fyrir hönd fjhn. d. leyfi ég mér að bera hér fram eina skriflega brtt. Við yfirför frv. í nefnd hafði okkur yfirsézt eitt atriði, sem við teljum ástæðu til að koma á framfæri við þessa síðustu umr. frv. Brtt. hljóðar þannig, með leyfi forseta:

„Breytingartillaga við frv. til l. um tekju- og eignarskatt. Frá fjhn. Við 6. gr. Á eftir orðunum „umsjón ríkisstjórnarinnar“ í 1. mgr. komi „sýslufélög“.

6. gr. fjallar um þá aðila, sem undanþegnir eru tekjuskatti. Þar er getið um sveitarfélög o.s.frv., en okkur þótti nákvæmara, að sýslufélög yrðu einnig tekin þarna fram, eins og raunar var komið fram við 2. umr. og brtt., sem við fluttum þá við 9. gr.