10.10.1961
Sameinað þing: 0. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í B-deild Alþingistíðinda. (2)

Forseti Íslands setur þingið

Aldursforseti (GíslJ):

Ég leyfi mér og veit, að ég mæli þar fyrir munn allra hv. þingmanna, að bjóða herra forseta Íslands, forsetafrúna og fylgdarlið þeirra allt velkomið úr vesturför þeirra, um leið og ég fyrir hönd Alþingis þakka alla virðingu og vináttu þeim sýnda á ferðalagi þeirra til Kanada, svo og þann sóma, er þau hafa aflað þjóð sinni á þessari ferð sinni. Þá hæstv. núv. forsrh. og hæstv. dómsmrh. býð ég velkomna í hin virðulegu og vandasömu embætti. Hæstv. fyrrv. forsrh., sem fengið hefur um skeið frí frá störfum sér til hvíldar og hressingar, óska ég góðs afturbata og vænti, að hann að liðnu orlofi komi hér aftur til starfa sinna með fullum starfskröftum. Alla hv. alþm. býð ég velkomna til þings, svo og embættismenn þingsins og starfslið þess allt. Fyrir þingi því, sem nú er að hefja störf sín, koma til með að liggja mörg þýðingarmikil mál. Megi samstarf og samhugur verða slíkur í meðferð mála, að lausn þeirra verði hvort tveggja í senn Alþingi til sóma og landi og þjóð til heilla.