03.04.1962
Neðri deild: 82. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2501 í B-deild Alþingistíðinda. (2183)

142. mál, sjúkraþjálfun

Gísli Jónsson:

Hæstv. forseti. Mál það, sem hér er til umr. á þskj. 275 og nú er til 2. umr., hefur verið athugað í heilbr.- og félmn. og gefið út um það nál. á þskj. 547. Er lagt þar til, að frv. verði samþ. óbreytt.

Ég hef, síðan ég kom heim, athugað umsagnir, sem sendar hafa verið n., og vil leyfa mér að benda á, að í síðustu umsögn frá landlækni gerir hann till. um, að 4. gr. frv. verði breytt þannig, að í stað orðsins „landlæknir“ komi: ráðherra. Mér þykir eðlilegast, að sett verði inn í frv., að það sé ráðh., sem veiti þá undanþágu, sem þar um ræðir. Að sjálfsögðu verður það gert eftir tilmælum landlæknis í hvert skipti, en að athuguðu máli þykir þetta réttara. Ég vil því leyfa mér að bera fram skriflega brtt. við 4. gr. frv., að í stað orðsins „landlæknir“ komi: ráðherra — og leyfi mér að leggja hana hér til hæstv. forseta.

Ég sé ekki ástæðu til að ræða þetta mál að öðru leyti. Það eru allir sammála um, að þetta mál nái fram að ganga, og þessi brtt., sem hér er borin fram, er aðeins til að leiðrétta sjálfsagt atriði í frv.

Ég legg svo til, að frv. verði þannig samþ. og afgr. frá þessari hv. deild.