17.04.1962
Neðri deild: 97. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2543 í B-deild Alþingistíðinda. (2332)

189. mál, skipun prestakalla

Fram. (Benedikt Gröndal):

Hæstv. forseti. Ed. gerði smábreytingu á þessu frv., bætti inn í 2. gr. orðunum: „Jafnframt eru úr gildi felldir e- og f-liðir 1, gr. l. nr. 17 20. apríl 1959.“ í þessum tveimur liðum var veitt sérstök lagaheimild til þess, að flytja mætti prestaköll til á tveim stöðum á landinu, og þykja þessir liðir nú óþarfir, þar eð heimildin fellur undir almenna heimild í 1. gr., og er því sjálfsagt að líta á þetta nánast sem leiðréttingu.