10.04.1962
Neðri deild: 88. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2571 í B-deild Alþingistíðinda. (2362)

167. mál, lögskráning sjómanna

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen):

Hæstv. forseti. Við 2. umr. þessa máls kom fram ábending frá hv. 1. þm. Vestf. (GíslJ), sem var mjög tekið undir af hv. 4. landsk. þm. (HV), í sambandi við það, hvernig hægt væri að tryggja á sem beztan hátt það, sem þetta frv, gerir ráð fyrir, að samningsbundnar tryggingar séu í gildi hafðar. Ég athugaði þetta mál töluvert á milli umr., og í framhaldi af því vildi ég leyfa mér að flytja hér skriflega brtt., sem hljóðar þannig:

„Við 1. gr. bætist: Nú vanrækir útgerðarmaður að hafa líf- og slysatryggingu í gildi, og er þá viðkomandi útgerðarfyrirtæki ábyrgt fyrir umsömdum bótagreiðslum.“

Ég flyt þessa till. fyrir hönd sjútvn.. og ætla ég, að með þessari till. þurfi ekki að vera frekari deilur um þetta mál og viðkomandi aðilar gati fellt sig við þá lausn, sem hér er fengin. Ég vil geta þess, að það, sem fram kom hjá hv. þingmönnum hér við 2. umr. í sambandi við forgangskröfur, ég athugaði það, og það er talið þess eðlis, að til þess þyrfti töluvert meiri tíma, til þess að hægt væri að undirbúa það. og enn fremur nokkur tími, sem þyrfti til þess að athuga, á hvern hátt hægt væri að koma því fyrir. En að athuguðu máli og eftir að hafa haft viðræður við þessa aðila, þá vildi sjútvn. flytja þessa till. og freista þess, að hægt væri að ná því fram, sem meint væri, á sem hagkvæmastan hátt nú að þessu sinni.