17.04.1962
Efri deild: 97. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2574 í B-deild Alþingistíðinda. (2371)

167. mál, lögskráning sjómanna

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Eins og fram kom í ræðu hv. frsm., hafa menn óttazt, að vegna þessa frv., ef að lögum verður, geti skapazt ný veruleg áhætta fyrir skráningarstjóra. Í tilefni af því skal fram tekið, að ríkisstj. mun sjá svo um, að skráningarstjórar verði ekki gerðir ábyrgir vegna framkvæmda þeirrar lagabreytingar, sem hér liggur fyrir.