12.04.1962
Sameinað þing: 54. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2575 í B-deild Alþingistíðinda. (2376)

Almennar stjórnmálaumræður

Forseti (FS):

Gengið er til dagskrár og tekið fyrir eina málið, sem er á dagskrá, almennar stjórnmálaumræður, útvarpsumræður. Umræðu verður hagað þannig í kvöld, að hver þingflokkur fær 50 mín. ræðutíma, sem skiptist í tvær umferðir, fyrri umferð 25—30 mín., en hin síðari 20-25 mín., þannig að samanlagt verði 50 mín. Röð flokkanna verður Þessi: Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Alþýðubandalag. Alþýðuflokkur. Ræðumenn verða þessir: Í fyrri umferð: Fyrir Framsfl. Eysteinn Jónsson, fyrir Sjálfstfl. Ólafur Thors, fyrir Alþb. Karl Guðjónsson og fyrir Alþfl. Emil Jónsson. í síðari umferð: Fyrir Framsfl. Ágúst Þorvaldsson og Ingvar Gíslason, fyrir Sjálfstfl. Jónas Pétursson og Gunnar Thoroddsen, fyrir Alþb. Finnbogi R. Valdimarsson, fyrir Alþfl. Eggert G. Þorsteinsson.

Hefst nú umræðan og tekur fyrstur til máls hv. 1. þm. Austf., Eysteinn Jónsson.