06.11.1961
Sameinað þing: 12. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2736 í B-deild Alþingistíðinda. (2443)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (FS):

Það hefur borizt svofellt bréf frá forseta neðri deildar:

„Reykjavík. 3. nóv. 1961.

Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá Lúðvík Jósefssyni, formanni þingflokks Alþýðubandalagsins:

„Þar sem Eðvarð Sigurðsson, 2. landsk. þm., verður fjarverandi erlendis um tveggja vikna tíma, leyfi ég mér samkv. beiðni hans. með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis, að óska þess, að 1. varamaður landskjörinna þingmanna Alþýðubandalagsins, Páll Kristjánsson aðalbókari, Húsavík, taki sæti hans á Alþingi. meðan hann er fjarverandi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti neðri deildar.“

Samkvæmt þessu tekur Páll Kristjánsson sæti á Alþingi sem varaþm., enda hefur kjörbréf hans áður verið rannsakað og samþykkt.

Þá hefur borizt hér annað bréf frá forseta neðri deildar, á þessa leið:

,.Mér hefur í dag borizt svo hljóðandi bréf frá Lúðvík Jósefssyni, formanni þingflokks Alþýðubandalagsins:

„Þar sem Hannibal Valdimarsson, 4. landsk. þm., verður fjarverandi erlendis um tveggja vikna tíma, leyfi ég mér samkv. beiðni hans, með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis, að óska þess, að 2. varamaður landskjörinna þingmanna Alþýðuhandalagsins, Ingi R. Helgason lögfræðingur, taki sæti hans á Alþingi, meðan hann er fjarverandi.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fara fram í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti neðri deildar.“

Með bréfi þessu fylgir kjörbréf, gefið út af landskjörstjórn hinn 9. nóv. 1959. Gert verður hlé á fundinum, meðan kjörbréfanefnd rannsakar kjörbréfið, og verður hringt til fundar, þegar hann hefst að nýju. — [Fundarhlé.]