08.11.1961
Sameinað þing: 13. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2737 í B-deild Alþingistíðinda. (2447)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (FS):

Svo hljóðandi bréf hefur borizt frá forseta Nd.:

„Reykjavík, 7. nóv. 1961.

Gísli Jónsson, 1. þm. Vestf., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Með því að ég er á förum til útlanda vegna fundarhalda í Norðurlandaráði og víðar og með því að fyrsti varamaður Sjálfstfl. í Vestfjarðakjördæmi, herra ritstjóri Sigurður Bjarnason, dvelur nú erlendis, óska ég þess, að 2. varamaður flokksins, herra lögfræðingur Þorvaldur Garðar Kristjánsson, taki sæti mitt á Alþingi frá 8. þ. m. að telja og þar til ég kem aftur heim, sem væntanlega verður 23. þ. m.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti neðri deildar.“

Samkv. þessu tekur Þorvaldur Garðar Kristjánsson sæti sem varamaður á Alþingi, enda hefur kjörbréf hans áður verði rannsakað og samþykkt.