16.03.1962
Sameinað þing: 43. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 2741 í B-deild Alþingistíðinda. (2459)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur komið saman á fund og athugað kjörbréf fyrir Gunnar Guðbjartsson bónda á Hjarðarfelli, sem óskað er eftir að taki sæti í forföllum 1. þm. Vesturl., Ásgeirs Bjarnasonar. Gunnar Guðbjartsson er 2. varamaður á lista Framsfl. í Vesturlandskjördæmi, en eins og lýst hefur verið af forsetastóli, hefur 1. varaþingmaður Framsfl. í því kjördæmi þegar tekið sæti á Alþingi. Kjörbréfanefnd mælir með því, að kosning Gunnars Guðbjartssonar sé tekin gild og kjörbréfið samþykkt.