26.02.1962
Neðri deild: 55. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í C-deild Alþingistíðinda. (2529)

81. mál, húsnæðismálastofnun

Fram. meiri hl. (Gísli Jónsson):

Hæstv. forseti. Ég hafði búizt við því, að hv. samverkamaður hv. frsm. minni hl. í þessu máli og mörgum öðrum mundi gera grein fyrir sinum fyrirvara, og þess vegna væri kannske réttara, að ég biði, þangað til hann er búinn að ljúka máli sinu. Ég hefði helzt viljað það, til þess að þurfa ekki að vera að halda fleiri ræður um málið en nauðsynlegt er, ef hæstv. forseta er sama, þótt ég fresti mínu máli, þangað til hv. 4. þm. Reykn. er búinn að tala. (Forseti: Mér var ekki ljóst fyrr en nú, að hv. þm. hefði verið búinn að biðja um orðið, en 4. þm. Reykn. tekur þá til máls.)