17.04.1962
Neðri deild: 98. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 179 í C-deild Alþingistíðinda. (2608)

56. mál, hafnarbótasjóður

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen):

Hæstv. forseti. Eins og fram kemur í nál, á þskj. 800, hefur sjútvn. fjallað um mál þetta og sent það til umsagnar fjölda aðila, en þær umsagnir hljóða flestar á þá leið, að þeir hafa mælt gegn frv.

Í þessu frv. er fjallað um þá brýnu nauðsyn að auka tekjur hafnarbótasjóðs og lagt til, að á alla nýsmiði verði lagður 2% skattur, sem renni í þennan sjóð. Nm. hafa ekki tekið jákvæða afstöðu til þess máls, enda þótt þeir séu sammála flm. um, að það beri að auka tekjur hafnarbótasjóðs. Þeir leggja því til, að þetta mál verði afgreitt með svofelldri rökstuddri dagskrá:

„Þar sem stjórnskipuð nefnd hefur lokið endurskoðun laga um hafnarbótasjóð svo og laga um hafnargerðir og lendingarbætur og ríkisstj. hefur málið til athugunar, telur deildin ekki ástæðu til þess að ræða málið frekar nú og tekur fyrir næsta mál á dagskrá: