09.03.1962
Neðri deild: 59. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 236 í C-deild Alþingistíðinda. (2679)

41. mál, jarðgöng á þjóðvegum

Gunnar Jóhannsson:

Herra forseti. Snemma á þinginu í vetur var í Ed. lagt fram frv. til laga um jarðgöng á þjóðvegum. Flm. frv. voru þingmenn frá Framsfl., Alþfl. og Alþb. Frv. náði samþykki Ed. og fór þaðan til Nd. Á fundi í Nd. var frv. tekið fyrir 5. febr. og því vísað til samgmn. með shlj. atkv. Síðan hefur ekkert heyrzt frá nefndinni um málið. Ég leyfi mér því að spyrjast fyrir um það, hvað þessum óeðlilega drætti valdi, og jafnframt fara þess á leit við hæstv. forseta, að hann sjái um, að samgmn. afgreiði málið frá sér, svo að hv. deild gefist kostur á að afgreiða frv. Afgreiðsla þessa frv. getur haft afgerandi áhrif í þá átt, hvernig fer um lagningu m.a. vegar í gegnum Stráka við Siglufjörð, og þar með, hvort á næstunni verði leyst hið algerlega óviðunandi vegasamband, sem nú er við kaupstaðinn. Ég vil því endurtaka ósk mína til hæstv. forseta, að hann sjái um, að samgmn. afgreiði frv. til deildarinnar.