12.04.1962
Neðri deild: 90. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 236 í C-deild Alþingistíðinda. (2680)

41. mál, jarðgöng á þjóðvegum

Frsm, meiri hl. (Sigurður Ágúateson):

Herra forseti. Frv. það á þskj. 46, sem hér er tekið til meðferðar í hv. d., um jarðgöng á þjóðvegum, er komið frá hv. Ed., þar sem það var samþykkt.

Nefndin ræddi frv. á tveim fundum sínum, en gat ekki orðið sammála um afgreiðslu þess. Meiri hl. n. hefur lagt fram nál. á þskj. 618, þar sem hann leggur til, að frv. verði vísað til hæstv. ríkisstj.

Eins og fram er tekið í nál. á þskj. 618, ákvað n. að senda vegamálastjóra og vegalaganefnd frv. og óska eftir umsögn þeirra um afgreiðslu þess. Lögðu báðir þessir aðilar til, að frestað yrði a£greiðslu frv. á þessu þingi, þar sem nú stæði yfir endurskoðun á gildandi lögum um vegi og brýr. Umsagnir beggja þessara aðila fylgja með nál. meiri hl. á þskj. 618.

Samkvæmt till. til þál., sem samþykkt var í sameinuðu Alþingi 2. marz f.á., varðandi nefnda endurskoðun, skipaði hæstv. samgmrh. hinn 10. maí s.l. nefnd, sem á að annast endurskoðunina, og er svo ráð fyrir gert, að hún hafi lokið störfum fyrir haustið. Er þess vænzt, að hæstv. samgmrh. leggi frv. fram á haustþinginu um nýskipun á vega- og brúamálum, og telur meiri hl. samgmn., að þá sé eðlilegt að taka ákvörðun um, á hvern hátt eigi að gegna þeirri framkvæmd um jarðgöng á þjóðvegum, sem frv. á þskj. 46 fjallar um. Það getur ekki verið neinn ágreiningur á meðal lm. þm. um nauðsyn þess, að jarðgöng verði sett á þjóðvegum, þar sem það hentar, eða eðlilegum vegaframkvæmdum verði komið á með öðrum hætti. Hvort það fjármagn, sem þarf til að standast kostnað við jarðgöng á þjóðvegum, er tekið af vega- eða brúafé, skiptir í raun og veru ekki máli, þó að telja verði eðlilegra, að það sé tekið af því fé, sem veitt er til vega. En eftir því sem verkefnum fjötgar í sambandi við bættar samgöngur á landi, er augljóst, að kappkosta verður af Alþ. og ríkisstj. að sjá fyrir stórauknu fjármagni til þessara framkvæmda. Tel ég, að í sambandi við endurskoðunina, sem vegalaganefnd hefur með höndum, sé höfuðnauðsyn, að hún geri till. um myndun nýrra tekjustofna til að standa undir þeim miklu og aðkallandi framkvæmdum, sem óhjákvæmilegt er að vinna að á sviði vega- og brúargerða á næstu árum. Ég tel, að endurskoðun vegalaga og brúa komi ekki nema að takmörkuðu gagni, ef ekki er séð fyrir auknu fjármagni til þessara framkvæmda.

Fjöldi vega, sem teknir voru í tölu þjóðvega, er vegalög voru opnuð 1955 og raunar áður, hefur ekki fengið fjárframlög ár eftir ár, og fjárskortur sá, sem valdið hefur aðgerðaleysi í þessum nauðsynlegu samgöngubótum, er aðalorsök þess, að vegalög hafa ekki verið opnuð síðan 1955. Þetta óviðunandi ástand verður að færa til betri vegar, og að því er stefnt með endurskoðun brúa- og vegalaga, sem nú er verið að framkvæma.

Hv. minni hl. hefur gefið út nál. á þskj. 620, þar sem lagt er til, að frv. verði samþ. Eins og ég hef áður tekið fram, leggur meiri hl. n. til, að frv. verði vísað til hæstv. ríkisstj. á þeim forsendum, sem fram eru færðar í nál. á þskj. 618.