27.10.1961
Sameinað þing: 10. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 54 í D-deild Alþingistíðinda. (2977)

48. mál, mótmæli gegn risasprengju Sovétríkjanna

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. Þrátt fyrir það, að brtt. þær, sem Alþb. hefur lagt fram og fara í þá átt að fordæma allar kjarnorkusprengingar, án tillits til þess, hver framkvæmir þær, hafa verið felldar; og einnig hefur verið hafnað, að Alþingi lýsi því yfir, að Ísland verði ekki notað sem bækistöð kjarnorkuvopna, og þeir, sem að þáltill. þessari standa, hafa þannig fullkomlega leitt það í ljós, að með flutningi hennar vakir aðeins fyrir þeim áróður, en ekki barátta gegn kjarnorkusprengingum og kjarnorkuvopnum, greiði ég samt atkv. með þessari till. óbreyttri og segi já.