25.10.1961
Sameinað þing: 7. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 211 í D-deild Alþingistíðinda. (3210)

18. mál, vantraust á ríkisstjórnina

Forseti (FS):

Gengið er til dagskrár og tekið fyrir eina málið, sem er á dagskrá, vantraust á ríkisstjórnina, þáltill., 18. mál í Sþ., þskj. 18, ein umræða, útvarpsumræða. Hver þingflokkur fær 50 mínútna ræðutíma, sem skiptist í tvær umferðir, hin fyrri 25–30 mín. og hin siðari 20—25 mín., þannig að samtals verði það 50 mín. Mælist ég til, að hv. þm. virði þessar reglur um lengd ræðutíma. Röð flokkanna verður þessi: Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur. Umræðan hefst þá með því, að fyrri flm. vantrauststill., hv. 2. þm. Vestf., Hermann Jónasson, tekur til máls.