29.11.1961
Sameinað þing: 18. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 403 í D-deild Alþingistíðinda. (3288)

51. mál, meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Ég vil aðeins að gefnu tilefni láta koma fram í sambandi við þessar umr., að ég átti viðræður við prófessorinn í geðlæknisfræði, sem hér hefur verið rætt um í sambandi við dagskrármálið, þegar hann var hér stuttan tíma, skömmu eftir að ég tók við embætti heilbrmrh. Hann hafði þá kynnt sér þær till., sem fyrir lágu í rn., en óskaði að fá aðstöðu til þess að kynnast málinu betur og athuga málið nánar, og hann mælti beinlínis gegn því og taldi ekki tímabært að svo stöddu, að þetta frv. eða þær till., sem fyrir lágu, væru þá lagðar fram, áður en nánari athugun færi fram. Þetta tel ég rétt að komi fram í sambandi við þetta mál. Síðan hefur ekki af minni hálfu verið frekar aðhafzt í framburði málsins, enda var þá meiningin að bíða nánari ráðlegginga frá þessum sérfræðingi, sem hér er um að ræða.