11.04.1962
Sameinað þing: 52. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 404 í D-deild Alþingistíðinda. (3291)

51. mál, meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra

Alfreð Gíslason læknir:

Herra forseti. Ég flutti þessa tillögu í því skyni að flýta fyrir því, að sú endurskoðun færi fram á lögum um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra, sem í till. getur. Ég get vel fellt mig við till. hv. allshn., að málinu sé vísað til hæstv. ríkisstj., með þeim ummælum, sem till. fylgja. Ég mun því greiða atkv. með þessari till. hv. nefndar.