19.12.1961
Sameinað þing: 31. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 521 í B-deild Alþingistíðinda. (389)

1. mál, fjárlög 1962

Fjmrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Það er ákveðið að leggja fram almenningi til sýnis skýrslur um álagðan söluskatt á vörur og þjónustu innanlands, og þarf út af fyrir sig ekki til þess sérstök lagafyrirmæli. Það má e.t.v. líta svo á, að ekki sé heppilegt eða rétt form að setja slíkt ákvæði sem þetta í fjárlög. En sem sagt, þetta hefur verið ákveðið, og vildi ég því með hliðsjón af þessu beina því til hv. flm., hvort hann teldi ekki ástæðu til að draga till. til baka.