30.11.1961
Efri deild: 25. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 568 í B-deild Alþingistíðinda. (513)

97. mál, réttindi og skyldur hjóna

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Það er eins með þetta mál og 2. dagskrármálið, að það þótti hentara í sambandi við samningu erfðalagafrv. að gera nokkrar breytingar á lögunum um réttindi og skyldur hjóna. Hér er um tvær breytingar að ræða, en önnur er aðeins formbreyting. Hins vegar er efnisbreyting á 29. gr. þeirra laga, þar sem lagt er til, að unnt sé að gera kaupmála þess efnis, að tiltekið verðmæti verði séreign hjóna, en við andlát annars þeirra skuli fara um verðmæti þetta sem hjúskapareign. Þetta þótti eðlileg breyting með hliðsjón af fenginni reynslu.

Ég vil leyfa mér að leggja til, að málinu verði vísað að lokinni þessari umr. til 2. umr. og hv. allshn.