30.11.1961
Efri deild: 25. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 570 í B-deild Alþingistíðinda. (532)

98. mál, ættaróðal og erfðaábúð

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Þetta frv. er flutt til þess að taka af tvímæli, sem kynnu að skapast á skilningi erfðalaganna annars vegar eða frv. til erfðalaga, sem nú liggur fyrir, ef það yrði að lögum, og laga um ættaróðal og erfðaábúð. Það, sem í þessu felst, er í raun og veru að taka af tvímæli um það, að ákvæði erfðalaga um skylduarf sé því ekki til fyrirstöðu, að óðalsbóndi ráðstafi óðali til eins erfingja.

Þetta er, eins og ég sagði, aðeins til þess að ekki verði misskilningur um skilning þessara laga, hvernig fara skuli, þegar skýra skal ákvæði þeirra í sambandi við hin almennu erfðalög.

Ég legg svo til, að frv. verði að þessari umr. lokinni vísað til 2. umr, og allshn.