10.10.1961
Sameinað þing: 0. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í B-deild Alþingistíðinda. (6)

Rannsókn kjörbréfs

Aldursforseti (GíslJ):

Út af fyrirspurn frá hv. 1. þm. Norðurl. v. skal það tekið fram, að bréf það, sem kom frá Gunnari alþm. Gíslasyni, gat sjálfsagt ekki verið tekið fyrir, fyrr en settur hafði verið fundur hér á Alþingi, og því ekki vitað, hver tæki sæti hans, fyrr en það bréf lá fyrir. Þetta hefur verið rætt við skrifstofustjóra Alþingis, og þótti rétt að skipta ekki um aldursforseta í SÞ., fyrr en forseti hefði verið kjörinn. En að sjálfsögðu tekur Jón Pálmason við aldursforsetastörfum í Nd., þegar deildarfundir hefjast.