05.03.1962
Efri deild: 56. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 585 í B-deild Alþingistíðinda. (608)

147. mál, aðstoð við vangefið fólk

Frsm. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. hefur athugað frv. það, sem hér liggur fyrir. Fyrir nefndinni lágu erindi frá Félagi ísl. iðnrekenda og öl- og gosdrykkjaverksmiðjum í Reykjavík, þar sem mótmælt er þeirri hækkun hins svokallaða tappagjalds, sem lögð er til með frv., og yfirleitt þeirri fjáröflunarleið, sem hér er farin. Það skal viðurkennt, að þau rök, sem þessir aðilar færa fram máli sínu til stuðnings, verða í verulegum mæli að teljast réttmæt. En þar sem hins vegar liggur ekkert fyrir um það, að á döfinni sé eða í undirbúningi að fara aðrar leiðir til að afla fjár til framkvæmda í því mikla nauðsynjamáli, sem hér er um að ræða, leggur nefndin einróma til, að frv. verði samþ. óbreytt.