09.02.1962
Efri deild: 44. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 756 í B-deild Alþingistíðinda. (735)

130. mál, eftirlit með skipum

Frsm. (Friðjón Skarphéðinsson):

Herra forseti. Með frv. því, sem hér liggur fyrir, er til þess ætlazt, að ákvæði laga um eftirlit með skipum verði samræmd þeirri breytingu á ákæruvaldinu, sem ákveðin var með lögum á s.l. ári, og tekur þetta til höfðunar refsimála fyrir siglingadómi, þannig að saksóknari ríkisins ákveður málshöfðun í stað dómsmrh. Að öðru leyti eru ákvæði til samræmingar við lög um meðferð opinberra mála.

Allshn. hefur athugað þetta frv., og eins og fram kemur í nál. á þskj. 270, leggur n. til, að frv. verði samþykkt óbreytt. Einn nm. var fjarstaddur afgreiðslu n., það var hv. 9. þm. Reykv.