27.03.1962
Neðri deild: 77. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 760 í B-deild Alþingistíðinda. (772)

133. mál, birting laga og stjórnvaldaerinda

Frsm. (Björn Fr. Björnsson):

Hæstv. forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir til umr., fjallar um breyt. á lögum um birtingu laga og stjórnarvaldaerinda, nr. 64/1943. Samkv. þessu frv. er ætlunin, að frá árslokum 1961 verði þeir samningar, sem Ísland gerir við önnur ríki, gefnir út í sérstakri deild Stjórnartíðinda, C-deild, en fyrir eru A- og B-deildir, eins og kunnugt er. Þykir þetta geta orðið til hægri verka, þar sem áður hefur þurft að leita að slíkum samningum víðs vegar um A-deild Stjórnartíðinda. Hér er einvörðungu um að ræða framkvæmdar- eða formsatriði, sem tvímælalaust má telja að sé til bóta fyrir alla þá, sem fjalla um milliríkjasamninga og milliríkjaviðskipti Íslands við önnur ríki. Allshn. þykir rétt að mæla með samþykkt þessa frv. Við afgreiðslu voru 2 nm. fjarstaddir.