05.12.1961
Neðri deild: 30. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 770 í B-deild Alþingistíðinda. (803)

34. mál, félagslegt öryggi

Frsm. (Hjörtur Hjálmarsson):

Herra forseti. Þetta frv. er um heimild fyrir ríkisstj. til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um breytingar á samningi milli sömu ríkja frá 15. sept. 1955, um félagslegt öryggi. Heilbr.- og félmn. hefur tekið þetta frv. til meðferðar. Á fundi voru að vísu aðeins þrír nm., þeir Guðlaugur Gíslason og Hannibal Valdimarsson voru fjarverandi, en það var sammála álit þeirra að leggja til, að þetta frv. yrði staðfest. Þetta er aðeins leiðrétting á nokkru misræmi, sem hefur verið í ákvæðum þessa samnings, og nefndin taldi þetta sanngirnis- og réttlætismál. Ég sé ekki ástæðu til þess að fara um það fleiri orðum.