05.02.1962
Neðri deild: 41. fundur, 82. löggjafarþing.
Sjá dálk 843 í B-deild Alþingistíðinda. (861)

128. mál, Kirkjubyggingarsjóður

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Frv. þetta er flutt samkvæmt tilmælum kirkjuþings og að beiðni biskups. Aðalefni þess er að hækka hið árlega gjald til kirkjubyggingasjóðs upp í 1 millj. kr. Þessi hækkun er nú þegar tekin á gildandi fjárlög og er þess vegna ekki meiri en samsvarar þeirri fjárhæð, sem Alþingi hefur ætlað, a.m.k. á þessu ári, í þessu skyni. Enn fremur er ætlað, samkv. 2. gr., að veita megi hærri lánsfjárhæðir til kirkjubygginga, í samræmi við hækkaðan byggingarkostnað, en hingað til hefur verið.

Ég legg til, að frv. sé vísað til 2. umr. og hv. menntmn.