08.04.1963
Neðri deild: 67. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1067 í B-deild Alþingistíðinda. (1016)

205. mál, Kennaraskóli Íslands

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Ég vil aðeins láta í ljós sérstakt þakklæti mitt fyrir skjóta og góða afgreiðslu hv. menntmn. á þessu frv. og taka fram, að ég er sammála og mæli með þeim brtt., sem n. flytur. Ég sé ástæðu til þess að lýsa ánægju yfir því, að alger samstaða skuli hafa náðst í hv. menntmn. um afgreiðslu þessa mikilvæga máls, og læt í ljós þá von, að hér eftir eigi málið greiðan gang gegnum hið háa Alþingi.