17.04.1963
Neðri deild: 72. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1168 í B-deild Alþingistíðinda. (1128)

215. mál, Tækniskóli Íslands

Frsm. (Benedikt Gröndal):

herra forseti. Það er vissulega rétt, sem hér hefur komið fram, að við verðum að losna við það sjónarmið, að allir hlutir verði að vera í Reykjavík, og fyrr eða síðar verðum við að taka rögg á okkur og flytja eða stofna myndarlegar stofnanir í menningar- eða atvinnumálum annars staðar. Varðandi Tækniskóla Íslands var þetta sjónarmíð ýtarlega rætt í menntmn., og það nýtur þar mjög mikillar samúðar, eins og fram kemur í nál. Hins vegar kom fram sú hugsun, hvort sé hægt að ímynda sér, að um lengri framtíð verði Reykjavíkursvæðið án þess að hafa tækniskóla. Niðurstaðan af því hlýtur að verða neikvæð, eins og tæknimálin þróast, og leiðir því til þeirra úrslita í málinu, að við verðum að stefna að því, að í framtíðinni verði tveir tækniskólar, annar hér syðra og hinn á Akureyri. Það er sú hugmynd, sem menntmn. hefur viljað opna leið með brtt. sínum, og í nál. staðfestir hún, hvað hún meinar með þeirri breytingu. Enda þótt sumar till. norðanmanna séu í rauninni þannig, að skólinn eigi að stofnast á Akureyri, sem þýðir það, að tækniskólí verður ekki í Reykjavík, nema seinna verði tekin ákvörðun um annan tækniskóla, þá hygg ég, að ýmsir Akureyringar hafi ekki hugsað sér það sem skilyrði, að skólinn yrði eingöngu á Akureyri. Sem dæmi vit ég nefna það, að n. barst skeyti frá Iðnaðarmannafélagi Akureyrar, en það skeyti er svo hljóðandi, með leyfi hæstv. forseta:

„Iðnaðarmannafélag Akureyrar lýsir stuðningi sínum við fram komið frv. á Alþ. um tækniskóla ríkisins og óskar eftir, að frv. verði breytt þannig, að kennsla geti orðið á Akureyri. — Stjórn Iðnaðarmannafélags Akureyrar.'`

Þeir virðast því hafa áttað sig á því, að það sé óhjákvæmileg þróun þessara mála, að skólarnir verði í framtíðinni tveir og lagður verði nú þegar grunnur að því, að einnig verði í byrjun kennt á Akureyri. Og ég er ekki viss um, að slíkur skóli á Akureyri þurfi að vera mjög langt á eftir skóla í Reykjavík í uppbyggingu og þróun. Viljinn með þessu ákvæði liggur því fyrir, bæði í nál. og yfirlýsingum ráðh. Menntmn. ræddi ekki sérstaklega annað orðalag en þetta með undirbúningsdeildina, að hún skuli vera á Akureyri, en ég hygg, að nm. mundu sennilega verða að taka því vel að bæta þarna inn í: „undirbúningsdeild og aðrar bekkjardeildir,“ ef það gæti orðið til þess, að þm. Norðurlandsins þætti betur um hnútana búið og tryggara, að í rauninni verði framkvæmdur sá vilji, sem hefur komið fram í nál.

Ég vildi því mæla með því, að málið yrði látið fram ganga nú við 2., umr., og gætu menn þá rætt saman um það, hvort slík smábreyting kæmi til greina við 3. umr. til að staðfesta frekar það álit á málinu, sem virðist nú koma fram hjá svo að segja öllum.