09.04.1963
Efri deild: 70. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1277 í B-deild Alþingistíðinda. (1209)

227. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. 2. minni hl. (Karl Kristjánsson):

Herra forseti. Ég skal ekki verða fjölorður. Ég veit, að málinu liggur á, ef það á að fá afgreiðslu á þessu Alþ. En þegar felldar höfðu verið þær till., sem ég flutti við 2. umr. hér í hv. d, í gær og ég var allundrandi yfir að felldar skyldu vera, því að að mínu áliti voru þær eðlilegar og sanngjarnar, þá vil ég, af því að ég tel, að illa fari á því, að frv. fari eins og það stendur nú héðan úr hv. d., flytja brtt. nokkrar, færri þó en við 2, umr.

Þær brtt. eru fyrst og fremst prentaðar á þskj. 600, sem hér liggur fyrir. Þær snerta þrjá kafla frv., og að efni til má segja að þær séu um landbúnaðartæki og heimilistæki. Ég vil ekki líta svo á, að till. í þessa átt til lækkunar frá tollskrárfrv. séu metnar hér af meiri hl. óréttmætar. Ég vil frekar líta svo á, að a.m.k. ýmsir hv. þdm. úr meiri hl. hafi talið, þegar þeir felldu till. minar í gær, að þar væri um of mikla skerðingu að ræða, þó að ég telji, að það sé misskilningur. Ég vil ekki líta svo á, að þeir vilji, að landbúnaður sé harðar leikinn með tollum heldur en bróðuratvinnuvegurinn, sjávarútvegur. Allir vita, að landbúnaður skilar seinna því, sem til hans er kostað, en sjávarútvegur, venjulega, og sumu skilar hann aldrei til þess, sem í kostnaðinn leggur, heldur skilar hann því til seinni kynslóðanna og gerir það miklu frekar en sjávarútvegurinn.

Till. mínar nú eru um það, að meginlandbúnaðartækin verði tolluð með 4% tolli, eða ekki skattfrjáls, eins og skipin til sjávarútvegsins, þó að það væri hið réttasta, af því að þar er um sambærilega hluti að ræða að þýðingu fyrir hvorn atvinnuveg fyrir sig, heldur tolluð eins og einstök tæki, svo sem radartæki og fisksjár, sem flutt eru inn vegna sjávarútvegsins, og eins og ýmsar rekstrarvörur sjávarútvegsins með 4% tolli. Enn fremur, að önnur tæki til landbúnaðar, sem gert er ráð fyrir eftir tollskrárfrv. að verði með 35% tolli, verði tolluð með 20% tolli. Heimilistækin rafmagnsknúnu, sem eru eiginlega vélvæðingartæki á starfssviði húsfreyjunnar og eiga að tollast samkv, tollskrárfrv. með 80%, verði tolluð með 60%. Það tel ég yfrið nóg. Lagði til í gær, að tollurinn yrði 40%. Geri þessa tilraun nú. Þetta eru tæki, sem öll heimili þarfnast, strax og rafmagn fæst, og þess vegna mikið keypt og almennt. Þar eru líka prjónavélarnar, sem eru mjög nauðsynlegur hlutur, en svo merkilega vildi til að höfðu verið hækkaðar í tolli samkv. till. þeim, sem felast í frv.

Þetta eru tili. mínar samkv. þskj. 600. En svo var gerð breyting á tollskrárfrv, í gær samkv. till. frá meiri hl. fjhn., og til samræmis við þskj. 600 flyt ég nú brtt. við þær till. Verð að gera það skriflega og leyfi mér hér með að afhenda þær þannig, því að þær varð að miða við þskj. 599, endurprentað upp úr tollskránni, og gátu þess vegna ekki orðið til, fyrr en hægt var að vitna í og vísa til þess. Þessar tili. eru um það, að heyblásarar o.fl. verði tollaðir með 4%, annað, sem lagt er til, að hafi 35% toll, verði tollað með 20%, ámoksturstæki o.fl. með 4%.

Ég leyfi mér að vænta þess, að hv. þdm. fallist á þessar till. mínar. Ef það verður ekki, þá verð ég að líta svo á, að þeir, sem fella þær, séu andvígir því að hafa jafnrétti milli landbúnaðar og sjávarútvegs fyrst og fremst. Ég hef tekið það fram áður, að ég tel ekkert ofgert í tollaívilnunum við sjávarútveginn, en ég tel vangert við landbúnaðinn samkv. þeim tili., sem liggja fyrir í tollskrá.

Þá vil ég líka vænta þess, að menn hafi þann skilning á þýðingu rafknúinna heimilistækja, eins og nú er komið málum á starfssviði húsfreyjanna, að þeir geti þar fallizt á till. mínar.