18.04.1963
Efri deild: 77. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1314 í B-deild Alþingistíðinda. (1233)

246. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Fjmrh. (Gunnas Thoroddsen):

Herra forseti. Ég ætla ekki að fara að deila hér við hv. þm. um höfundarrétt, en vil aðeins benda á það, um leið og hann vill nú helga sér þetta mál, að áður en hann flutti sína till. í sambandi við tollskrána, hafði ég sérstaklega getið um það hér í framsöguræðu um tollskrána, að ein af þeim þremur leiðum, sem ríkisstj, hefði til athugunar, væri einmitt að taka ákveðna prósentu af verðtollstekjunum í þessu skyni, og að sjálfsögðu, þar sem um frambúðarlausn á málinu er að ræða, er sjálfsagt, að það komi sem breyt. við jöfnunarsjóðslögin eða l. um tekjustofna sveitarfélaga, því að það er óeðlileg lagasmíð að setja við tollskrána til frambúðar ákvæði um ákveðna ráðstöfun á vissum hluta tollteknanna, þó að þyrfti af þeim ásteeðum, sem ég hef áður greint, að setja þar bráðabirgðaákvæði um, hvernig skyldi ráðstafa þessum málum þá. Ég held því, að þessi leið, sem hér er farin, sé eðlilegri en sú, sem hv. þm. lagði til. Efnislega má segja, að þetta sé alveg það sama. Hins vegar eru engin rök fyrir því eða þingskapaákvæði, að þó að brtt. sé felld í d., brtt. við ákveðið frv., þá megi ekki flytja sjálfstætt frv. við allt önnur lög með þessu sama ákvæði, þar sem það á heima með réttu. Annars skiptir þetta ekki máli. Aðalatriðið er það, að ég vænti þess, að allir séu sammála um að fara þessa leið, að bæta jöfnunarsjóði upp missinn af innflutningssöluskattinum með þeim hætti að ætla honum 5% af verðtollstekjunum.