11.12.1962
Efri deild: 28. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 88 í B-deild Alþingistíðinda. (124)

8. mál, öryggisráðstafanir gegn geislavirkum efnum

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Þetta frv. hefur áður verið samþ. hér í hv. d. Hv. Nd. breytti því lítillega. Önnur breytingin varðar tæknilegt atriði, en hitt mátti frekar teljast efnisbreyting, þar sem ákveðið er í 4. gr., að ráðh. ákveði með reglugerð skoðunargjöld fyrir eftirlit samkv. ákvæðum þessara laga. Nú má e.t.v. deila um, hvort heimild fyrir þessu fælist í því almenna reglugerðarákvæði, sem var í frv. upphaflega, en það er enginn vafi, að það er öruggara, að það sé berum orðum tekið fram, að þessi heimild sé í frv., og tel ég því breytinguna vera til bóta og vonast til, að frv. nái fram að ganga án ágreinings í hv. deild.