19.04.1963
Efri deild: 81. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1334 í B-deild Alþingistíðinda. (1295)

243. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Frsm. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Menntmn. hefur haft frv. til meðferðar milli umr., og ber hún fram við það brtt., og er það gert í samráði við hæstv. menntmrh. Brtt. er við 3. gr. frv., sem felur í sér heimild til að endurgreiða eða fella niður skemmtanaskatt af leiksýningum frá 1. jan. þessa árs að telja, en n. leggur til við 3. gr., að á eftir orðunum „á leiksýningum“ komi: og sýningum á íslenzkum fræðslukvikmyndum.

Ég leyfi mér hér með að afhenda hæstv. forseta brtt. og vænti þess, að þm. í þessari hv. þd. geti á hana fallizt.