04.04.1963
Neðri deild: 65. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1403 í B-deild Alþingistíðinda. (1438)

126. mál, sala Bakkasels í Öxnadalshreppi

Frsm. meiri hl. (Gunnar Gíslason):

Herra forseti. Þetta frv. um heimild fyrir ríkisstj. til þess að selja Öxnadalshreppi eyðijörðina Bakkasel í Öxnadal hefur verið til athugunar í landbn, þessarar hv. d. Samstaða varð ekki full í n. um afgreiðslu þessa máls. Meiri hl. leggur til, að frv. verði samþ., en einn nm., hv. 6. þm. Sunnl., leggur til, að málið verði afgr. hér í þingínu með rökst. dagskrá.

Í þinginu liggja fyrir umsagnir um frv. frá jarðeignadeild ríkisins, frá landnámsstjóra og frá vegamálastjóra, og hafa þessir aðilar allir mælt með sölu jarðarinnar. Við 1, umr. um málið hér í þessari hv. d. mun hafa komið fram ósk um það, að leitað væri umsagnar Norðurleiða h/f um frv. landbn. gerði þetta, sendi frv. til umsagnar þessum aðila, en það hafa engin svör borizt til n., og taldi n. ekki ástæðu til þess að bíða frekar með afgreiðslu þessa máls.

Það hefur komið fram sú skoðun, að það geti verið varhugavert vegna öryggis vegfarenda, sem leið eiga um Öxnadalsheiði að vetrarlagi, að freista þess ekki að halda uppi byggð í Bakkaseli. Um þetta atriði er nokkuð rætt í umsögn vegamálastjóra, og held ég, að sé rétt, að ég lesi þann kafla úr umsögn hans, er varðar þetta atriði, með leyfi hæstv. forseta, en um þetta segir svo í umsögn vegamálastjóra:

„Frá því að jörðin fór í eyði 1960 og til þessa dags hefur fyrsta hæð hússins (þ.e. hússins í Bakkaseli) verið notuð sem sæluhús að vetrarlagi, en öðrum hlutum hússins lokað. Þar hefur verið komið fyrir síma, og er þar samband við Akureyri allan sólarhringinn. Kostnaður við að reka íbúðarhúsið sem sæluhús að vetrarlagi er hverfandi á móti því að halda jörðinni í ábúð. Hins vegar verður ekki hægt að notast við íbúðarhúsið til þessa nema fá ár enn þá, og yrði þá heppilegast að byggja lítið sæluhús ofan við Bakkaselsbrekku eða hafa þar að vetrarlagi færanlegan skúr, þar sem ferðamenn gætu leitað sér skjóls og náð símasambandi við byggð. Slík sæluhús hafa gefið mjög góða raun á Holtavörðuheiði, Kerlingarskarði, Fróðárheiði, Þorskafjarðarheiði og víðar, og er kostnaður við rekstur þeirra mjög lítill.

Aðstæður við vetrarumferð um Öxnadalsheiði hafa breytzt mjög seinustu árin. Áætlunarbifreiðar, sem flytja fólk og farangur, hafa nú allar orðið talstöðvar og geta því látið vita af sér, áður en lagt er á heiðina, og einnig látið vita, ef á aðstoð þarf að halda. Vegagerð ríkisins hefur á Akureyri talstöð, og þau tæki, sem notuð eru að vetrarlagi við snjómokstur á heiðinni, svo sem dráttarbílar og plógbílar, hafa einnig talstöðvar. Hins vegar getur það alltaf skeð, að ókunnugir leggi á hefðina á lélegum farartækjum án þess að hafa talstöðvar, en fyrir slíka aðila getur lítið sæluhús komið að fullu gagni:”

Og enn fremur segir vegamálastjóri:

Ég lít svo á, að engin nauðsyn sé lengur að halda Bakkaseli í byggð vegna vetrarumferðar um Öxnadalsheiði og hægt sé að sjá fyrir þörfum umferðarinnar og öryggi vegfarenda á alveg viðunandi hátt með litlu sæluhúsi, sem er margfalt ódýrara í rekstri heldur en ábúð í Bakkaseli hefur reynzt.“

Það kemur sem sagt fram í þessu áliti vegamálastjóra, sem ég var að enda við að lesa, að það sé eins vel hægt að sjá fyrir öryggi vegfarenda um Öxnadalsheiði og þörfum umferðarinnar, þótt Bakkasel verði selt. Meiri hl. landbn. fellst á þessi sjónarmið vegamálastjóra og mælir því með sölu jarðarinnar, en sjálfsagt er að binda söluna þeim skilyrðum, sem nauðsynleg kunna að vera vegna umferðarinnar. Álit meiri hl. n. er sem sagt þetta, að leggja til, að hv. Alþingi samþykki þetta frv.