05.04.1963
Neðri deild: 66. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1437 í B-deild Alþingistíðinda. (1485)

156. mál, bændaskólar

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Þetta frv., sem ér liggur fyrir á þskj. 285, er komið frá hv. Ed., hefur verið til athugunar í landbn. þessarar hv. d. og liggur nú fyrir til 2. umr.

Ég sé það í grg, frv., að það hefur verið undirbúið af ýmsum mætum mönnum. Það stendur þar, að skipuð hafi verið nefnd með bréfi, dags. 25. marz 1960, af landbrh. hæstv. Ingólfi Jónssyni, sem að sjálfsögðu er rétt, því að hann var landbrh. hér árið 1960, til þess að endurskoða gildandi lög um bændaskóla, nr. 24 1948, og gera till. um endurbætur. Í þessari n. voru þeir Guðmundur Jónsson skólastjóri á Hvanneyri, sem var formaður n., Aðalsteinn Eiríksson skólaeftirlitsmaður, Kristján Karlsson skólastjóri á Hólum og Gunnar Vagnsson fulltrúi. Hann mun vera fulltrúi i samgmrn. (Gripið fram í: Einn er ótalinn.) Einn er ótalinn, já, ég bið afsökunar, mér hefur sézt yfir hann. Það er Ásgeir Pétursson deildarstjóri í stjórnarráðinu. Hann mun vera sýslumaður í Borgarnesi. Síðan var með nýju bréfi 1961, hinn 4. marz, Gunnar Bjarnason kennari, sem tók við skólastjórn á Hólum 1. júní, skipaður í n. í stað Kristjáns Karlssonar, sem hætti störfum þar. (Gripið fram í. Hann hætti aldrei störfum. Kristján sat í n. alltaf.) Nú, jæja. Það var gott. Það er gott, að það var upplýst, því að það stendur ekki í grg., og það er þá þannig, að Gunnari hefur verið bætt við. En hans naut ekki lengi við, því að hann var skipaður 1. júní 1961 og sat í n. til jafnlengdar árið eftir. Þá lét hann af skólastjórastarfi 1. júní 1962. En þess er ekki getið, að annar hafi þá verið skipaður í hans stað.

Nú hefur þessi n. unnið að undirbúningi frv. þess, sem fyrir liggur, og geri ég ráð fyrir, að það hafi verið lagt fyrir þingið í svipuðu formi eða kannske alveg samhljóða og n. gekk frá því. Og ég tek undir það með hv. 4. þm. Sunnl., að jafnvel þó að ég hefði ekki lesið frv., mundi ég gera ráð fyrir því, að þessir mætu menn, a.m.k. sumir þeirra, hefðu haft skilyrði til þess að gera till. til úrbóta á l. um bændaskóla, sérstaklega þeir, sem sjálfir hafa verið skólastjórar eða veitt forstöðu þessum skólum. Nú geri ég einnig ráð fyrir því eftir að hafa lesið frv., þó að ég sé ekki neinn sérfræðingur í þessum málum, að í því muni felast atriði, sem séu til bóta frá því, sem nú er í lögum.

Nú hefur verið gefið út nál. í hv. landbn. hér í þessari d. á þskj. 517, sem meiri hl. n. stendur að, 4 nm. Minni hl. hefur ekki gefið út sérstakt nál., hv. 2. þm. Sunnl., Ágúst Þorvaldsson, en hins vegar hefur hann lagt fram till. til rökstuddrar dagskrár. Þetta allt meiri hl. landbn. á þskj. 517 er mjög stutt. Í því stendur aðeins, með leyfi hæstv. forseta:

N. hefur rætt frv. og kynnt sér efni þess N. er ekki sammála um afgreiðslu frv. 4 nm. mæla með samþykkt þess, en minni hl. leggur til, að frv. verði afgr. með rökstuddri dagskrá.“

Á þessu nál. er ekki mikið að græða, annað en það er upplyst um afstöðu nm. og að n. hafi rætt frv. og þá um leið kynnt sér efni þess. En í umr., sem fram hafa farið í deildinni hefur það komið fram, að frv. hafi verið sent til umsagnar. Það kom fram a.m.k., að það hafi verið sent til umsagnar búnaðarþingi, og má vera, að það hafi verið sent fleiri aðilum til umsagnar, þó að það hafi ekki komið fram í umræðunum.

Nú hefur það tíðkazt, þegar mál hafa verið send til umsagnar, að umsagnir aðilanna, sem hafa fengið málið til umsagnar, hafi verið prentaðar með nál., þannig að þm. hafa átt þess kost að kynnast sjálfir þessum umsögnum. Ég sakna þess mjög, að þessi umsögn búnaðarþings skuli ekki hafa verið prentuð með áliti annars hvors nefndarhl. og þá aðrar umsagnir, ef þær kunna að hafa verið fengnar, meðan n. hafði málið til meðferðar. Það er alltaf mjög upplýsandi að geta kynnt sér þessar umsagnir hinna sérfróðu aðila.

Mér skilst á því, sem fram hefur komið í umr., að búnaðarþing muni ekki hafa mælt með samþykkt frv. En hins vegar hefði ég mjög gjarnan viljað kynnast þessari umsögn, hvað það er, sem búnaðarþing hefur lagt til. Og ég vildi beina því til hv. frsm og þá sérstaklega hv. frsm. meiri hl., sem hefur gefið út nál., hvort hann hafi ekki í sínum fórum þessa umsögn búnaðarþingsins og geti lesið hana upp hér í d., þannig að við dm. getum kynnzt því öðruvísi en af lauslegri sögusögn þeirra, sem hafa tekið þátt i umr., hver afstaða búnaðarþingsins var. Það getur náttíulega verið, að þetta sé svo ýtarlegt plagg, að það sé ekki hægt að lesa það upp. En sé vel viðráðanlegt að lesa það upp, þá vildi ég mælast til þess við frsm., að álit búnaðarþingsins yrði lesið upp hér í umr., áður en þeim yrði lokið, og það er vegna þess, að við hér á Alþ. hljótum alltaf í máli eins og þessu að fara mjög eftir því, sem okkur er ráðlegt af sérfróðum mönnum.

Við alþm. erum ekki kosnir á þing sem sérfræðingar. Það er ekki neitt skilyrði til kjörgengis, að frambjóðandi sé sérfróður í einu eða neinu. Menn eru af ýmsum stéttum og með ýmiss konar menntun hér í þinginu, og þarf ekki nein þeirra að vera sérfræði. Aðferðin er því sú, að þegar fyrir þingið eru lögð mál, sem eru sérfræðilegs efnis, þá leita alþm. eða n. þeirra til sérfræðinga, og það er ekkert óeðlilegt við það, þó að menn oft og tíðum taki afstöðu samkvæmt því eða byggi á því, sem sérfróðir aðilar ráðleggja. Búnaðarþing hefur verið starfandi um áratugi sem ráðgefandi samkoma fyrir Alþ. í málefnum landbúnaðarins. Það er einn aðalþátturinn í starfi þess að vera slík ráðgefandi samkoma fyrir Alþ., og það er rétt, sem hér var tekið fram áðan, að það er mjög algengt, að Alþ. taki til greina till. búnaðarþings og jafnvel fari alveg eftir þeim, og stundum er búnaðarþinginu falið að undirbúa mál eða það tekur upp hjá sjálfu sér að undirbúa mál, sem siðan fara um hendur landbrn. inn á Alþ. og eru afgreidd þar sem l. eftir till. þess. Þess vegna er það einmitt mjög mikilsvert atriði, að það sé nákvæmlega upplýst hér, hvað búnaðarþingið hefur lagt til, og að álit þess komi fram og verði lesið upp, úr því að það er ekki prentað hér með nál.

Auðvitað er það, að jafnvei þótt í þessu frv., sem hér liggur fyrir, kunni að felast einhver atriði til breytinga, sem telja má til bóta, — jafnvel þótt svo sé, og ég dreg ekki í efa, að þar sé um einhver slík atriði að ræða, — þá er það svo, að ef búnaðarþing af einhverjum ástæðum telur málið enn ekki komið á afgreiðslustig og að meira þurfi að því að vinna, þá á það ekki að vera á neinn hátt ámælisverð afstaða hjá alþm., þó að þeir vilji bíða átekta og gefa þessarl ráðgefandi samkomu bændastéttarinnar — ráðgefandi fyrir Alþ. tækifæri til þess að fjalla um málið.

Ég ætla ekki að hafa um þetta fleiri orð og blanda mér ekkert í þau orðaskipti, sem hafa orðið hér milli manna. Ekki ætla ég heldur að ræða sjálft efni frv., enda liggur málið nú þannig fyrir, að hér virðist fyrst vera um það að ræða, hvort eigi að afgr. það eða ekki, og það verður að afgerast fyrst.

Ég vil samt benda á það, að mér þótti gæta misskilnings hjá hæstv. ráðherra, þegar hann átaldi hv. frsm. minni hl. fyrir það, að hann bæri ekki fram brtt. við frv. við þessa umr. Hæstv. ráðh. hlýtur að gera sér það ljóst eins og aðrir þm., að sá, sem ber fram till. um, að máli sé frestað eða vísað frá, fer ekki að bera fram brtt. við það sama mál samtímis.

Ég vil svo ljúka þessu máli mínu með því að endurtaka þá ósk mína, að lesin verði hér af hv. frsm. umsögn búnaðarþings um þetta mál, úr því að það hefur verið upplýst, að því hefur verið sent málið til umsagnar, og þá einnig kynntar aðrar umsagnir annarra aðila, ef þær liggja fyrir.