05.04.1963
Neðri deild: 66. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1440 í B-deild Alþingistíðinda. (1486)

156. mál, bændaskólar

Frsm. meiri hl. (Gunnar Gíslason):

Herra forseti. Mér finnst sjálfsagt að verða við tilmælum hv. 3. þm. Norðurl. e. um það að lesa hér upp umsögn búnaðarþings um þetta frv. um bændaskóla, sem hér er verið að ræða. Það er vitaskuld ekkert leyndarplagg. En í raun og veru þyrfti ekki að lesa upp þessa umsögn búnaðarþingsins, því að segja má, að sú till. til rökstuddrar dagskrár, sem liggur fyrir hér og lá einnig fyrir alveg samhljóða í hv. Ed., sé í raun og veru alveg samhljóða því, sem búnaðarþingið segir um frv. En umsögn búnaðarþingsins er á þessa leið:

„Með því að búnaðarþing lítur svo á, að frv. til laga um bændaskóla, sem nú liggur fyrir Alþ. og sent hefur verið búnaðarþingi til umsagnar, sé á ýmsan veg næsta ófullkomið og eigi til þess fallið, ef að l. verður, að efla veg bændaskólanna og búnaðarfræðslu í landinu, svo sem nauðsyn ber til, en hins vegar sýnt, að búnaðarþingi vinnst ekki tími til að gera rökstuddar till. til breytinga á frv., telur þingið æskilegt, að frv. v erði endurskoðað af n. manna, er skipuð sé m, a. einum manni eða fleirum úr bændastétt, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“

Þetta er umsögn búnaðarþings, og er hún, eins og ég sagði, nær alveg samhljóða þeirri rökstuddu dagskrá, sem hv. minni hl. hefur lagt hér fram.

Það er hér fundið að því, að frv. sé ófullkomið og í undirbúningsnefndinni hafi ekki verið bændur. Líka er bent á það, að búnaðarþing hafi ekki haft tíma til að gera rökstuddar till. til breytinga á frv. En ég hygg nú samt, að það hefði vel getað v erið, hefði búnaðarþing haft á því ríkan áhuga að gera það, úr því að málið var til þess sent.

Ég vil endurtaka það, sem ég sagði hér í upphafi, að ég get alls ekki fallizt á þann rökstuðning, að það sé nokkur ástæða til að vísa þessu máli frá þinginu, að ekki hafi bóndi átt sæti í n. Eins og ég sagði, var það auðvitað álit mitt, að það hefði ekki verið til neins tjóns, síður en svo, að bændur hefðu átt þar sæti. En úr því að báðir skálastjórar búnaðarskólanna undirbjuggu málið, menn, sem þekkja svo vel sjónarmið bænda sem nokkrir menn gera í þessu landi, þá er þetta tylliástæða ein og ekkert annað, að halda því fram, að það hafi ekki verið tekið tillit til sjónarmiðs bænda við undirbúning þessa máls.

Það kom mér í raun og veru ekkert á óvart afstaða hv. samþingismanns míns, 5. þm. Norðurl. v., i þessu máll. Hún er líkust afstöðu hans til flestra mála í þinginu, í algerri andstöðu við skoðanir flokksbræðra hans. Hann hafði það eitt út á frv. að setja, að það gengi allt of langt. Það var hans afstaða í málinu. Ég fékk ekki skilið annað.