12.12.1962
Sameinað þing: 20. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 98 í B-deild Alþingistíðinda. (149)

45. mál, fjáraukalög 1961

Frsm. (Birgir Finnsson):

Herra forseti. Fjvn. hefur, svo sem venja er, borið þetta frv. til fjáraukalaga saman við ríkisreikninginn fyrir árið 1961, og við samanburð á einstökum liðum hefur ekkert athugavert komið í ljós. Hins vegar, eins og fram kemur í nál. okkar á þskj. 161, hefur slæðzt inn í frv. meinleg prentvilla, því að niðurstöðutalan á frv. til fjáraukalaga er 50 millj. kr. of há. Þar hefur prentazt 171.992.086,75 í staðinn fyrir 121.792.086,75 kr. Við gerum till. um, að þessi prentvilla sé leiðrétt, eins og fram kemur í nál. okkar, og að öðru leyti leggjum við til, að frv. verði samþ. og hljóti afgreiðslu.