09.04.1963
Neðri deild: 68. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1520 í B-deild Alþingistíðinda. (1630)

147. mál, kirkjugarðar

Frsm. (Alfreð Gíslason bæjarfógeti):

Herra forseti. Frv. þetta er flutt af hv. menntmn. Ed. að beiðni hæstv. kirkjumrh. Núgildandi kirkjugarðslög eru frá 1932 og hafa lengi þurft endurskoðunar við. Árið 1955 skipaði hæstv. kirkjumrh. n. til að endurskoða kirkjuleg lög og tilskipanir, og er frv. þetta upphaflega samið af þeirri nefnd. Síðan hefur það verið lagt þrisvar eða fjórum sinnum fyrir hv. Alþingi. Á s.l. hausti skipaði hæstv. kirkjumrh. n. til að endurskoða frv., og gerði sú n. allverulegar breytingar á því, og var það síðan lagt fyrir kirkjuþing á s.l. hausti í sinni breyttu mynd. Með nokkrum breytingum samþ. kirkjuþingið frv. einróma.

Ég skal ekki fara hér út í einstakar greinar frv., en undir meðferð í hv. Ed. voru gerðar nokkrar breytingar á frv. vegna ábendinga, sem þar komu fram við umr. Eru þessar breytingar hv. menntmn. Ed. á þskj. 440, og skal ég ekki tefja tímann með því að telja þær hér upp; enda hv. dm. kunnar.

Eins og nál. á þskj. 588 ber með sér, yfirfór n. frv. og mælir með því, að það verði samþ., en einstakir nm. hafa óbundnar hendur til að flytja við það brtt. eða fylgja brtt., sem fram kunna að koma við það.