07.03.1963
Neðri deild: 50. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1536 í B-deild Alþingistíðinda. (1702)

185. mál, happdrætti Styrktarfélags vangefinna o.fl.

Frsm. (Birgir Finnsson):

Herra forseti. Heilbr. og félmn. hefur á undanförnum árum flutt frv. um skattfrelsi vinninga í happdrættum, sem nokkur líknarfélög stofna til. Okkur hefur að þessu sinni borizt erindi frá Öryrkjabandalagi Íslands, þar sem farið er fram á, að n. flytji á þessu þingi sams konar frv. og að undanförnu, eða öllu heldur er aðaltill. í erindinu sú, að nefndin flytji á þessu þingi frv. til 1., sem heimili fjmrh. að veita öryrkjafélögunum slíkt skattfrelsi í framtíðinni, og til vara er farið fram á, eins og ég sagði, að málið verði flutt í sama formi og verið hefur. N. þótti rétt að hafa þann hátt á, sem gert hefur verið að undanförnu, því að það mun vera samdóma álit manna, að mikil þörf sé á því að setja ýtarlegri reglur en nú gilda um starfsemi þeirra mörgu happdrætta, sem starfa í landinu. N. hefur þess vegna haft þetta frv. í sama formi og áður, og félög, sem njóta svipaðra hlunninda - eða happdrætti þeirra — eru öll talin upp með nöfnum. Ég vil geta þess, að eftir að frv, var útbýtt, bárust n. tilmæli frá Geðverndarfélagi Íslands, sem mun vera nýstofnað eða nýlega endurvakið, um að því yrði bætt þarna við í 1. gr., og ég leyfi mér fyrir hönd heilbr.- og félmn. að flytja skrifl. brtt. við 1. gr. frv. á þá leið, að við greinina bætist: „Geðverndarfélag Íslands.“

Ég vænti þess, að þetta frv. fái greiða afgreiðslu í hv. d., eins og sams konar frumvörp að undanförnu.