16.04.1963
Efri deild: 72. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1541 í B-deild Alþingistíðinda. (1739)

241. mál, makaskipti á landspildum í landi jarðanna Laugardalshóla og Miðdalskots

Frsm. (Sigurður b. Ólafsson):

Herra forseti. Þetta litla frv., sem hér er til 2, umr., hefur landbn. d. haft með að gera. Þegar fundur var haldinn í n., var ákveðið að leita álits jarðeignadeildar ríkisins um málið til að fá að vita, hvað hún hefði að segja um þessi makaskipti, sem frv. fjallar um. Og þannig var bókað í n., að n. mundi mæla með samþykkt frv., ef jákvætt svar fengist frá jarðeignadeildinni. Nú hefur þessi umsögn borizt, og vil ég, með leyfi hæstv. forseta, lesa hana hér upp:

„Ráðuneytinu hefur borizt til umsagnar frv. til l. um heimild fyrir ríkisstj. til þess að hafa makaskipti á landspildu úr landi jarðarinnar Laugardalshóla og spildu úr landi ríkisjarðarinnar Miðdalskots í Laugardalshreppi, Árnessýslu. Land það, sem Valtýr Guðmundsson á úr landi Laugardalshóla, er löngu fullræktað tún, en samliggjandi túni í Miðdalskoti og innan túngirðingar Miðdalskots, sem jafnframt er markagirðing milli Miðdalskots og Laugardalshóla. Fyrir Miðdalskot, sem er frekar landlítil jörð, er tvímælalaust fengur að því að eignast landspildu þessa. Valtýr Guðmundsson hefur óskað eftir að fá þessa eign sína greidda með óræktaðri landspildu í Miðdalskotslandi, frekar en peningum. Jarðeignadeildin telur, að á slíkt megi fallast, þar sem slik makaskipti rýra ekki búrekstrargildi jarðarinnar, og mælir því með því, að ríkisstj. verði veitt sú heimild, sem í frv. felst.

f. h. ráðherra,

Sveinbjörn Dagfinnsson.“

Þetta er sem sagt umsögn jarðeignadeildar um þetta frv., sem hér liggur fyrir og landbn. hefur mælt með að yrði samþ.