18.04.1963
Sameinað þing: 50. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1611 í B-deild Alþingistíðinda. (1785)

Almennar stjórnmálaumræður

Forseti (FS):

Umr. í kvöld fer þannig fram, að hver þingflokkur fær 50 mínútna ræðutíma, sem skiptist í 3 umferðir, 25 mínútur, 15 mínútur og 10 mínútur. Röð flokkanna verður þessi: Alþfl., Sjálfstfl., Alþb., Framsfl. Ræðumenn verða þessir: fyrir Alþfl.: Gylfi Þ. Gíslason, Benedikt Gröndal, Friðjón Skarphéðinsson, fyrir Sjálfstfl.: Bjarni Benediktsson, Ingólfur Jónsson, Jóhann Hafstein, fyrir Alþb.: Hannibal Valdimarsson, Lúðvík Jósefsson, Einar Olgeirsson, fyrir Framsfl.: Hermann Jónasson, Gísli Guðmundsson, báðir í fyrstu umferð, Ólafur Jóhannesson og Þórarinn Þórarinsson. Hefst nú umr., og tekur fyrstur til máls hæstv. menntmrh., Gylfi Þ. Gíslason.