06.12.1962
Sameinað þing: 19. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1940 í B-deild Alþingistíðinda. (1857)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Ásgeir Bjarnason:

Herra forseti. Ég leyfi mér utan dagskrár að gefnu tilefni að varpa fram fsp. til hæstv. landbrh. Fsp. hljóðar þannig:

Hver er ástæðan fyrir því, að ekki er enn þá á þessu ári farið að lána bændum úr stofnlánadeild landbúnaðarins hjá Búnaðarbanka Íslands, og er ekki ákveðið að lána eins og stofnlánadeildarlögin ákveða og miða lánsupphæðina við raunverulegan kostnað framkvæmdanna?

Ég þarf ekki að hafa frekari formála fyrir þessari fsp. og ég vænti þess, að hæstv. landbrh. svari þessu, þar sem honum munu að sjálfsögðu vera mjög kunn þessi mál.