22.10.1962
Neðri deild: 6. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1970 í B-deild Alþingistíðinda. (1889)

Varamenn taka þingsæti- rannsókn kjörbréfa

forseti (JóhH):

Forseta hefur borizt eftirfarandi bréf frá Jóni Skaftasyni:

„Þar sem ég er á förum til útlanda og verð fjarverandi næstu vikur, leyfi ég mér hér með, með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis, að fara þess á leit, að varamaður Framsfl. í Reykjaneskjördæmi, Valtýr Guðjónsson forstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Kjörbréf Valtýs Guðjónssonar hefur áður verið athugað, og býð ég hann hér með velkominn til þingsetu.