09.11.1962
Sameinað þing: 11. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1971 í B-deild Alþingistíðinda. (1892)

Varamenn taka þingsæti- rannsókn kjörbréfa

Forseti (SA):

Lagt er fram á fundinum bréf frá hæstv. forseta Nd., dags. í gær, svo hljóðandi:

„Reykjavík, 8. nóv. 1962.

Ingvar Gíslason, 4. þm. Norðurl. e., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og verð fjarverandi næstu vikur, leyfi ég mér hér með, með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis, að fara þess á leit, að varaþm. Framsfl. í Norðurl. e. taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt, með ósk um, að þér látið fram fara í sameinuðu Alþingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Jóhann Hafstein,

forseti neðri deildar.

Til forseta sameinaðs þings.“

Þá eru tvö símskeyti, hið fyrra frá Akureyri til alþm. Ingvars Gíslasonar, Alþingi, Reykjavík:

„Sökum anna heima fyrir og annarra ástæðna hef ég ekki talið mér fært að taka sæti á Alþingi í fjarveru herra alþm. Ingvars Gíslasonar nú í þessum mánuði.

Akureyri, 7. nóv. 1962,

Jakob Frímannsson.

Og annað símskeyti frá Ólafsfirði, einnig til Ingvars Gíslasonar alþm., Alþingi, Reykjavík:

„Ég undirritaður lýsi því hér með yfir, að vegna anna get ég ekki tekið sæti á þingi næstu mánuði.

Björn Stefánsson.“

Ég vil fela hv. kjörbréfanefnd að rannsaka kjörbréf, sem hér liggur fyrir, og verður fundi frestað, á meðan sú rannsókn fer fram. (Fundarhlé.]