12.11.1962
Sameinað þing: 12. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1972 í B-deild Alþingistíðinda. (1895)

Varamenn taka þingsæti- rannsókn kjörbréfa

forseti (FS):

Frá forseta Nd. hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 12. nóv. 1962.

Jóhann Hafstein, 5. þm. Reykv., hefur 8. nóv. s.l. ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og verð fjarverandi næstu vikur, leyfi ég mér hér með, með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis, að fara þess á leit, að 1. varamaður Sjálfstfl, í Reykjavík, Davíð Ólafsson fiskimálastjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt,

Ragnhildur Helgadóttir,

forseti Nd.

Samkv. þessu bréfi tekur Davíð Ólafsson sæti á Alþingi í fjarveru Jóhanns Hafsteins, og er hann boðinn velkominn sem slíkur.