18.02.1963
Neðri deild: 42. fundur, 83. löggjafarþing.
Sjá dálk 1974 í B-deild Alþingistíðinda. (1901)

Varamenn taka þingsæti- rannsókn kjörbréfa

forseti (JóhH):

Forseta hafa. borizt tvö eftirfarandi bréf:

„Vegna anna heima fyrir mun ég ekki geta sinnt þingstörfum nú um skeið og óska þess vegna, með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis, að 1. varamaður Sjálfstfl. í Norðurlandskjördæmi vestra, Jón Pálmason bóndi, taki sæti mitt á Alþingi í fjarveru minni.

Gunnar Gíslason.“

„Vegna utanfarar get ég ekki tekið þátt í störfum Alþingis næstu tvær vikur og óska þess vegna að varamaður minn, Einar Ágústsson sparisjóðsstjóri, taki sæti mitt á meðan:

Reykjavík, 15. febr. 1963.

Þórarinn Þórarinsson.“

Báðir þessir hv. þm., Jón Pálmason og Einar Ágústsson, hafa áður átt hér sæti, og ég býð þá velkomna til þingstarfa.